Orkukúlurnar sem eru fullkomnar í nestið

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Vantar þig eitthvað til þess að narta í á milli mála? Þessir orkuboltar eru ÆÐI og gefa góða orku. Þessar kúlur eru einnig fullkomnar í nesti í bakpokann í gönguferðum,“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessa dásamlegu uppskrift sem er ofur holl og gefur mikla orku.

Orkuboltar

  • 200 g Til hamingju saxaðar döðlur
  • 120 ml vatn (soðið)
  • 100 g Til hamingju tröllahafrar
  • 40 g Til hamingju kókosmjöl
  • 40 g Til hamingju pekanhnetur
  • 50 g kókosolía (brædd)
  • 100 g hnetusmjör
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 msk. bökunarkakó
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Hellið sjóðandi vatninu yfir döðlurnar og leyfið þeim að liggja í því í um 30 mínútur á meðan annað er undirbúið.
  2. Setjið tröllahafrana í blandarann og maukið niður í duft, hellið í stóra skál.
  3. Setjið næst kókosmjöl og pekanhnetur í blandarann og maukið einnig niður í kurl, bætið við í skálina með hafraduftinu.
  4. Bætið bræddri kókosolíu, hnetusmjöri, vanilludropum, bökunarkakói og salti í skálina og hnoðið allt saman með höndunum (eins og þið séuð að gera kókoskúlur).
  5. Setjið skálina þá í kælinn í um klukkustund (til að auðveldara verði að rúlla boltana/kúlurnar).
  6. Rúllið í orkubolta að þeirri stærð sem þið óskið og geymið í lokuðu íláti í kæli.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert