Þetta skaltu ekki gera með þvottavélina

Tæknimaður afhjúpar hvers vegna þú ættir aldrei að loka þvottavélinni á meðan hún er ekki í notkun.

Það er mikilvægt að þrífa þvottavélina, rétt eins og hvert annað heimilistæki. Tæknimaður nokkur skrifaði ummæli á Facebook þar sem hann svarar fyrirspurn varðandi myglu í þvottavélum. Hann segir mikilvægt að loka aldrei þvottavélinni á meðan hún er ekki í notkun því ef hún er lokuð í einhverja klukkutíma eða jafnvel daga geta alls kyns vandræði byrjað að myndast – til dæmis mygla sem sest gjarnan í gúmmíhringinn við hurðina. Slíkt gerist þegar sápurestar og bleyta sitja eftir í gúmmíinu og vélinni er lokað, svo ekkert loft leikur um hana. Best er að halda vélinni opinni, gott fólk, þrífa gúmmíhringinn reglulega og forðast þetta vesen

mbl.is