Íslenskar hreinlætisvörur hitta í mark

Ljósmynd/Colourbox

Íslensku hreinlætisvörurnar frá Mosey hafa komið sterkar inn á undanförnum misserum og þykja bæði öflugar og góðar.

Mosey vörurnar eru framleiddar á Selfossi og eru umbúðirnar einnig íslensk framleiðsla sem minnkar kolefnaspor þeirra umtalsvert. Umbúðirnar eru úr endurvinnanlegu HDPE plasti sem tekur innihaldið ekki til sín.

Ein vinsælasta varan er Mosey Tveir í einum sem er alhliða hreinsir fyrir heimilið sem bæði sótthreinsar og hreinsar. Hlutir sem þrifnir eru með efninu verða skínandi hreinir og glansandi enda brýtur efnið niður bíófilmuna sem örverur mynda sér til varnar. Maður spreyjar einfaldlega efninu á þann flöt sem á að þrífa og strýkur svo yfir hann með rökum eða þurrum klút eða tusku.

Efnið drepur 99,9% af bakteríum og veirum og veitir að minnsta kosti 24 tíma vörn. Gagnleg vörn á klósettsetur, hurðarhúna, lyftuhnappa, leturborð, tölvumýs og alla fleti sem snertir eru af fleiri en einum aðila. Mosey Tveir í einum er hugsað sem vörn gegn hugsanlegri salmonellu á eldhúsbekkjum og eldhúsáhöldum, einnig gegn hugsanlegri krossmengun þar sem hætta er á henni. Burstað stál verður hreint og skínandi eftir stroku með þessum hreinsi. Það er líka gott að hreinsa helluborðið í eldhúsinu af og til með Tveim í einum, það til að losna við hugsanlega bíófilmu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert