Þetta er maturinn sem er vinsælastur um páskana

Ljósmynd/Colourbox

Það styttist í páska og sjálfsagt margir enn að velta því fyrir sér hvað eigi að vera í páskamatinn. En hvað skyldi vera vinsælast á veisluborðum landsmanna?

Að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, selst veislumatur grimmt um þessar mundir en það er kalkúnninn sem trónir á toppnum.

„Hjá okkur í Hagkaup er smjörsprautaða kalkúnaskipið vinsælasta varan um páskana,“ segir Sigurður og bætir við að „eldunin er svo einföld og viðskiptavinurinn er hrifinn af því. Ekki langt á eftir er svo Hagkaups hryggurinn sem Íslendingar elska, 90 mínútur í ofni og málið klárt. Svo er lambakjöt gríðarlega vinsæll páskamatur. Við erum með lambið í öllum útgáfum, ókryddað yfir í fyllt læri með döðlum eða camembert og allt þar á milli. Tilbúnar sósur verða svo í boði, hátíðarsósa og kalkúnasósa.“

„Þá erum við ekki að gleyma vegan fólkinu, verðum með marga möguleika þar eins og Hátíðar Neat-Loaf, sveppa wellington frá Ellu Stínu, þá verðum við með spennandi meðlæti sem Solla græna þróaði, graskers salat og brokkolí salat í boði. Þá má ekki gleyma vegan sveppasósunni,“ segir Sigurður og ljóst er að öllu meiri léttleiki er á páskaborðum landsmanna en um jólin.

„Vinsælasta spurningin er hinsvegar: Hvernig er opið um páskana? Svarið er einfalt, alla dagana í að minnsta kosti þremur búðum. Hlökkum til að sjá sem flesta í páskaskapi,“ sagði Sigurður að lokum.

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, hér með dýrindis hamborgarhrygg.
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, hér með dýrindis hamborgarhrygg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert