Partýbollur úr Eyjum þykja algjör snilld

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þegar veisludrottningin Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is úrskurðar að fiskibollur úr Vestmannaeyjum séu svo góðar að þær getið auðveldlega verið notaðar sem veisluveitingar þá erum við með gull í höndunum. 

Hér er verið að nota smáfiskibollur með rjómaostafyllingu frá Grími kokk, sem búið er að setja í asíska sósu.

Útkoman hreint frábær!

Partýbollur úr Vestmannaeyjum

 • 1 poki Gríms smáfiskibollur með rjómaostafyllingu
 • 230 g sykur
 • 1 appelsína (safinn)
 • 120 ml ananassafi
 • 3 msk. soyasósa
 • 60 ml hvítvínsedik
 • 1 tsk. rifið engifer
 • 1 tsk. rifinn hvítlaukur
 • 30 g kartöflumjöl
 • 100 ml vatn
 • Graslaukur, kóríander og sesamfræ til skrauts

Aðferð:

 1. Hitið bollurnar við 180°C í ofni í um 12 mínútur.
 2. Setjið sykur, appelsínu- og ananassafa, soyasósu, hvítvínsedik, engifer og hvítlauk saman í pott og hitið að suðu, leyfið síðan að malla við vægan hita stutta stund.
 3. Pískið saman vatn og kartöflumjöl, bætið saman við og aukið hitann að nýju skamma stund. Pískið vel og lækkið síðan hitann alveg niður og leyfið að malla í um 5 mínútur.
 4. Veltið bollunum næst upp úr sósu, raðið þeim á disk og stingið pinna í hverja og eina.
 5. Toppið með söxuðum graslauk, kóríander og sesamfræjum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is