Kokteillinn sem kallar á sumarið

Ferskur og flottur kokteill sem kallar á sumarið.
Ferskur og flottur kokteill sem kallar á sumarið. mbl.is/Bobedre.dk

Það er kominn tími á að hressa sig við með ferskum og sumarlegum kokteil – enda sumarið rétt handan við hornið samkvæmt dagatali, þó að veðrið segi til um annað. Og hér er uppskrift að einstaklega ferskri margarítu.

Kokteillinn sem kallar á sumarið

1 drykkur

 • 3 sneiðar af gúrku
 • 2 cl nýkreistur lime safi
 • 4 cl tequila
 • 2 cl Cointreau
 • 3 cl elderflower safi (öldurblómasafi)
 • Ísmolar
 • Gúrkustrimlar og limesneið til skrauts

Aðferð:

 1. Setjið gúrkusneiðar og limesafa í hristara og maukið vel saman.
 2. Bætið tequila, Cointreau og elderflower safanum út í og fyllið með ísmolum.
 3. Hrisstið drykkinn vel, sigtið og hellið beint í glas fyllt með ísmolum.
 4. Skreytið með gúrkustrimlum og lime sneið.

Uppskrift: Bobedre.dk

mbl.is