Kostir þess að elda með makanum

Þessi tvö eru að fara elda eitthvað mjög hollt og …
Þessi tvö eru að fara elda eitthvað mjög hollt og gott ef marka má myndina. mbl.is/

Það er rómantískt að breyta hversdagslegum athöfnum með makanum þínum, yfir í hálfgerð stefnumót. Og það getur þú auðveldlega gert í eldhúsinu.

Hvort sem þið takið létta göngu um hverfið, farið saman í matarbúðina eða jafnvel takið heimilisþrifin – þá verður allt aðeins auðveldara og skemmtilegra ef þú gerir það með manneskjunni sem þú elskar. Og eitt af þessum atriðum getur svo sannarlega verið að elda saman.

Kostirnir við að elda með makanum

  • Matur eða fæða er eitt af því fyrsta sem við lærum inn á sem börn – að tengjast annarri manneskju með eða í gegnum mat. Og sama gildir er við verðum eldri.
  • Við þurfum að borða til að lifa, og því ekki að hjálpast að til að koma matnum fyrr á borðið. Hér sækjast báðir aðilar eftir sama markmiðinu.
  • Að matreiða saman er góð leið fyrir gæðastund, án þess að vera undir of miklu álagi. Hér fer einbeitingin í matargerðina og þú tengist makanum þínum á annan máta. Kannski upplögð stund til að fara yfir daginn, eða ágreiningsmál. Því með því að skipuleggja vinnuna í eldhúsinu, þá hver gerir hvað – getur hjálpað pörum að vinna í gegnum smávægileg vandamál án þess að grípa til rifrilda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert