Svona tekur þú til á mettíma

Tiltekt getur verið skemmtileg ef við stillum okkur inn á …
Tiltekt getur verið skemmtileg ef við stillum okkur inn á það. mbl.is/

Það getur tekið á heimilið að hafa alla fjölskylduna heima yfir páskana. Og hlutirnir eiga það til að fara aðeins úr skorðum hvað tiltekt og þrif varðar. En hér eru nokkur skotheld ráð að góðri tiltekt á mettíma.

Númer eitt
Notaðu tíu mínútur í að leika hvirfilbyl um húsið og dragðu alla fjölskylduna með í verkið. Þegar mest allt dót og drasl er komið aftur á sinn stað, verður mun auðveldara að byrja að þrífa.

Númer tvö
Þurrkaðu af öllum sýnilegum flötum, ljósum og lömpum ásamt gluggakistunni.

Númer þrjú
Helltu klósetthreinsi í póstulínsskálina og þrífðu vaskinn og sturtuna á meðan þú bíður eftir að efnið í dollunni og nær virkni.

Númer fjögur
Sértu á þeim buxunum að nenna bara alls ekki að þrífa, þá er ekkert annað í stöðunni en að baka eða kaupa ilmstangir til að fá góðan angan í húsið.

Númer fimm
Dansaðu! Það er ekkert meira sem hvetur mann áfram í alls kyns verkefnum, eins og góð tónlist.

mbl.is