Lúxus-bröns fyrir lengra komna

Ljósmynd/Linda Ben

Ef að einhver kann að halda geggjaðan bröns þá er það Linda Ben sem hendir hér í eitt stykki lúxus-bröns eins og ekkert sé.

Samsetningin á veitingum er alveg upp á tíu en það þýðir að fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og lekkertheitin ríða ekki við einteyming eins og sagt er.

Það sem er snjallast að okkar mati er hvernig hún notar litlar maískökur sem snittur sem er algjörlega frábær lausn og margir eiga ábyggilega eftir að nýta sér þá hugmynd.

Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben




Hafrakaka með hnetusmjörs súkkulaðikremi

  • 230 g haframjöl fínt frá Muna
  • 175 g möndlumjöl
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk kanill Caylon frá Muna
  • 1 dl dökkt agave síróp frá Muna
  • 180 g kókosolía bragð og lyktarlaus frá Muna
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 250 ml hnetusmjör fínt frá Muna
  • ½ dl dökkt agave síróp frá Muna
  • ½ dl kókosolía bragð og lyktarlaus frá Muna
  • 200 g suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Blandið saman haframjöli, möndlumjöli, matarsóda, salti og kanil.
  3. Bræðið kókosolíuna og bætið henni út í hafrablönduna ásamt eggjum og vanilludropum, hrærið saman.
  4. Setjið smjörpappír í 20×30 cm stórt form og hellið deiginu ofan í formið. Bakið í 20-25 mín. Kælið kökuna.
  5. Setjið hnetusmjörið í skál ásamt agave sírópi og bræddri kókosolíu, hellið ofan á kökuna og sléttið úr.
  6. Bræðið súkkulaðið og hellið ofan á hnetusmjörslagið, blandið því létt saman við hnetusmjörið til að fá fallegt mynstur.
  7. Kælið kökuna inn í ísskáp í u.þ.b. 1-2 klst eða þar til súkkulaðið hefur harðnað.
Ljósmynd/Linda Ben

Chia grautur með grísku jógúrti og ávaxtamúslí

Uppskrift miðast við 1 graut, margfaldaðu miðað við þann fjölda af grautum sem þú vilt gera.

  • 1 msk chia fræ frá Muna
  • 1 msk haframjöl fínt frá Muna
  • ½ msk kakónibbur
  • 1 tsk hreint kakó frá Muna
  • 1 tsk hörfræ frá Muna
  • ½ msk hampfræ frá Muna
  • 1 dl möndlumjólk
  • ½ tsk vanilludropar
  • Fersk bláber
  • 1-2 msk grískt jógúrt með karamellu og perum
  • Haframúslí með eplum og kanil frá Muna
  • Þurrkaðir bananar frá Muna

Aðferð:

  1. Setjið í skál chia fræ, haframjöl, kakónibbur, hreint kakó, hörfræ, hampfræ og blandið saman.
  2. Bætið út á möndlumjólkinni og vanilludropunum og hrærið. Leyfið grautnum að taka sig í ca 1 klst.
  3. Bætið grískri jógúrt út á ásamt haframúslíi, þurrkuðu bönunm og bláberjum.
Ljósmynd/Linda Ben

Maískökusnittur með laxi

  • Maískökur með sýrðum rjóma og lauk
  • Rjómaostur
  • Grafinn eða reyktur lax
  • Svartur pipar

Aðferð:

  1. Smyrjið maískökurnar með rjómaosti.
  2. Skerið laxinn í þunnar sneiðar og raðið á kökurnar.
  3. Toppið með möluðum svörtum pipar.

Annað sem borið var fram á brunch borðinu var:

  • Súrdeigsbrauð
  • Gullostur
  • Kirsuberjatómatar
  • Belgískar vöfflur
  • Appelsínubátar
Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert