Páskatertan sem sprengir alla skala

Ljósmynd/María Gomez

Hér erum við með köku úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is sem ætti að gleðja ansi marga enda er hún með því geggjaðasta sem sést hefur lengi. Við erum að tala um Rice Krispies þristabotn með þristasósu og bananarjóma. Algjörlega sturluð samsetning sem þið verðið að prófa.

Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María GomezPáskaterta ársins

Rice crispies þristabotn 

 • 200 gr smjör 
 • 6 msk bökunarsíróp (golden Syrup)
 • 250 gr þristar 
 • 200-250 gr Rice Crispies 

Þristasósa 

 • 250 gr þristar 
 • 1 dl rjómi 

Bananarjómi 

 • 750 ml rjómi 
 • 1,5 banani 
 • 2 msk flóryskur 
 • 1/2 tsk lyftiduft (rjóminn heldur sér þá betur en má sleppa)
 • Nokkrir sítrónu dropar (úr ferskri sítrónu til að setja á bananann svo hann verði ekki brúnn)
 • Gulur matarlitur 

Ofan á 

 • 1 pakki eða 150 gr Völu bananastangir 

Aðferð

Rice crispies þristabotn 

 1. Setjið smjör, síróp og smátt skorna þrista saman í pott og bræðið saman við vægan hita 

 2. Leyfið þessu ögn að sjóða saman í smá stund svo þetta verði eins og klístruð súkkulaðikaramella 

 3. Slökkvið þá undir og bætið 225 gr Rice Crispies út í og hrærið varlega saman þar til allt Rice crispíið er þakið þristasósunni 

 4. Setjið næst í 26 cm smelluform og látið ná alveg upp að brúninni við kantana en hafið dæld fyrir miðju svo þetta verði eins og Rice Crispies skál (gott er að klippa út smjörpappír í hring að sömu stærð og botninn á forminu og setja í botninn á því)

 5. Setjið í frystir í eins og 1 klst og gerið þristasósuna á meðan 

Þristasósa 

 1. Setjið 250 gr af smátt skornum þristum í pott og 1 dl rjóma 

 2. Bræðið vel saman við vægan hita og hrærið reglulega í þar til allt er vel bráðið saman

 3. Leyfið sósunni að standa í smá stund upp á borði í skál svo hún kólni ögn og gerið bananarjómann á meðan 

Bananarjómi 

 1. Setjið rjóma, flórsykur, gulan matarlit og lyftiduft saman í skál og stífþeytið rjómann 

 2. Stappið banana og setjið nokkra sítrónudropa út á eins og 3- 4 dropa til að hann verði ekki brúnn með tímanum (má samt sleppa)

 3. Hrærið svo varlega saman stappaða banananum við þeytta rjómann 

Samsetning

 1. Takið nú rice crispies botninn úr frystinum og úr mótinu og setjið hann á kökudisk
 2. Hellið svo þristasósunni í dældina á botninum og setjið í frystir í eins og 10 mín 
 3. Fyllið svo með þeytta bananarjómanum og skerið 150 gr af bananastöngum og setjið ofan á rjómann 
 4. Mér finnst gott að setja kökuna í frysti í allavega hálftíma áður en hún er borin fram en finnt langbest að bera hana fram eins og eftir 1-2 klst jafnvel lengur úr frystinum 

Þessa köku er hægt að bera fram jafnt sem rjómatertu eða ístertu. Mér persónulega finnst hún betri sem ísterta. Leyfið henni að kólna í frystir í eins og 30 mín ef bera á hana fram sem rjómatertu en minnst 1 klst eða lengur ef bera á hana fram sem ístertu.

Ljósmynd/María Gomez
mbl.is