Veitingastaðurinn Noma opnar í New York

Þau stórtíðindi berast úr veitingaheiminum að danski veitingastaðurinn Noma sé að opna í New York.

Einungis er um pop-up að ræða sem mun standa frá 16-20. maí næstkomandi. Einungis American Express korthafar í svokölluðu Global Dining prógrammi munu geta bókað sæti.

Noma mun opna í gamalli verskmiðju í Brooklyn sem mun taka algjörum umbreytingum til að líkjast staðnum í Kaupmannahöfn sem mest.

Boðið verður upp á margrétta smakkseðil þar sem verður að finna marga af vinsælustu réttum Noma í gegnum tíðina.

Að sögn Rene Redzepi, eiganda Noma er mikil tilhlökkun yfir verkefninu en sjaldgæft er að Noma taki þátt í viðburðum sem slíkum. Verðmiðinn er í kringum 100 þúsund á manninn og er vín innifalið en einungis verður boðið upp á náttúruvín. Einungis eru 50 sæti í boði á kvöldi og því ljóst að slegist verður um miðana þegar þeir koma í sölu miðvikudaginn 27. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert