Kollagen-morgunverður Berglindar

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Það er löngu komið á hreint að kollagen er orðið skyldufæðubótaefni hjá fólki nú til dags enda þurfum við alla þá hjálp sem við þurfum til þess að haldast í eins góðu líkamlegu ástandi og kostur er.

Hér býður Berglind Guðmunds á GRGS.is upp á svokallaðan „nice cream“ sem er mögulega sá fallegasti sem við höfum séð og ekki spillir fyrir að hann bragðast ótrúlega. Við mælum svo sannarlega með að þið prófið - og ekki spillir liturinn fyrir!

Fagurbleikur kollagen „nice cream“

Fyrir 2

  • 3-4 frosnir bananar, skornir í bita
  • 200 g frosið mango
  • 150 g frosið rautt pitaya (dragon fruit) eða hindber
  • 1 msk. kókosmjólk eða límónusafi
  • 3 skeiðar Amino Marine collagen frá FEEL ICELAND
  • 1 tsk. vanilludropar
  • múslíblanda til skrauts

Leiðbeiningar

  1. Setjið öll hráefnin, að múslíblöndunni undanskilinni, í öflugan blandara.
  2. Saman þar til blandan er orðin mjúk og þykk. Varist að ofblanda því þá verður hún of þunn.
  3. Setjið í skálar og skreytið með múslíblöndunni.
mbl.is