Svona lifa afskorin blóm lengur í vasa

Fersk blóm eru góð fyrir sálina og fegra heimilið.
Fersk blóm eru góð fyrir sálina og fegra heimilið. mbl.is/©Bloom K

Oft á tíðum duga blómvendirnir okkar ekki hálfan þann tíma sem við sáum fyrir okkur – því blómin eru allt of fljót að visna. En ekki lengur, því hér koma helstu leyndarmálin til að halda blómunum frískum eins lengi og mögulegt er.

Nýtt vatn
Blómin munu þakka þér fyrir ef þú skerð aðeins neðan af þeim og gefur þeim nýtt vatn á hverjum degi.

Gefðu blómunum frí á kvöldin
Í blómaverslunum eru blómin geymd í kæli yfir nóttu. Og þetta skalt þú líka gera ef þú hefur tök á – með því að geyma vöndinn á svalari stað en á stofuborðinu yfir nóttina. Talað er um að 8 gráður sé flottur hiti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert