Alls ekki geyma mjólkina í ísskápshurðinni

mbl.is/Colourbox

Sérfræðingur þarna úti hefur leitt okkur að því hversu vegna við ættum aldrei að geyma mjólkina í ísskápshurðinni – og þetta er ástæðan.

Starfsmaður matvælaöryggis í Bretlandi, Theresa Keane, segir frá því í fréttum hvernig best sé að raða í ísskápinn til að matur og drykkir endist lengur. En hún telur að mjólkin eigi heima í hillunum þar sem hitastigið þar sé svalara og fari betur með mjólkina en í hurðinni – og á þetta sérstaklega við um þá ísskápa sem kæla nú þegar ekki nægilega vel. Eins segir hún að mjólkurfernan sjálf eigi alltaf að vera ísköld er við tökum utan um hana.

Hráfæði eins og kjöt og fiskur ætti að geyma á botni ísskápsins í lokuðum ílátum til að forðast krossmengun við önnur matvæli. Grænmeti á alltaf að vera í hillu eða skúffu fyrir ofan kjötvörur og almennt séð er góð hugmynd að geyma laus matvæli í ílátum með loki til að lengja geymsluþol. Að lokum segir Theresa að forðast eigi að hlaða of miklu í ísskápinn, því þá er hætta á að sum matvæli fái ekki það kalda loft sem þau þurfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert