McDonald's á Ítalíu toppar flest

McDonald's á Ítalíu er að gera góða hluti.
McDonald's á Ítalíu er að gera góða hluti. mbl.is/Colourbox

Þegar þið hélduð að McDonald's gæti ekki toppað sig, þá hefur skyndibitakeðjan svo sannarlega gert það og gott um betur á Ítalíu.

Það var TikTok-ari sem vakti athygli á málinu, en þar sýnir snöggt skot af parmesan ostbita á matseðli fyrir litla eina evru, eða um 140 krónur íslenskar. Samkvæmt McDonald's, þá kemur osturinn í litlum handhægum pakkningum sem auðvelt er að stinga í vasa eða veskið og taka með. En þetta er ekki eini osturinn sem hefur ratað á matseðil keðjunnar á Ítalíu, því þeir hafa einnig boðið upp á mozzarella, provolone, Steccata di Morolo caciotta, Sicilian pecorino og Asiago – þá oftast í takmörkuðu upplagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert