Prótein pönnukökur að hætti Helgu Möggu

Helga Magga er næringaþjálfari sem deilir hollum uppskriftum á heimasíðunni …
Helga Magga er næringaþjálfari sem deilir hollum uppskriftum á heimasíðunni sinni helgamagga.is. mbl.is/Mynd aðsend

Hér erum við með uppskrift að próteinpönnukökum sem eru með því snjallara sem við höfum séð lengi. Pönnukökurnar eru frábæarar með rjóma eða nota sem brauð með áleggi segir Helga Magga sem á heiðurinn að uppskriftinni.

Prótein pönnukaka að hætti Helgu Möggu

  • 1 egg
  • 40 g haframjöl
  • 1 tsk. vanilludropar (má sleppa)
  • Smá salt
  • 50 ml hleðsla (rauð)

Aðferð:

  1. Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman í skál og steiktu á lítilli pönnu í nokkrar mínútur. Á meðan þú steikir pönnukökuna er tilvalið að klára restina af hleðslunni eða drekka hana með pönnukökunni.
Mbl.is/Helga Magga
mbl.is