Kjúklingarétturinn sem bragð er af

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Þessi dásamlegi réttur kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS.is og bragðast einstaklega vel. Hann er marókóskur að uppruna sem leynir sér ekki í bragðinu.

Marokkóskur kjúklingaréttur með sætum kartöflum

Fyrir 4

  • 800 g kjúklingalæri eða bringur
  • salt og pipar
  • 1 sítróna
  • 120 ml kjúklingasoð
  • 2 sætar kartöflur
  • 1 laukur, skorinn gróflega
  • 6 hvítlauksrif
  • 12 sveskjur, skornar í tvennt
  • 1 epli, skorið niður
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Kryddblanda:

  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 1/2 tsk. kóríander
  • 1 tsk. cumin
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 2 tsk. rifinn sítrónubörkur
  • 3/4 tsk. cayenne pipar
  • 1/2 tsk. kanill
  • 1 1/2 tsk. salt

Aðferð:

  1. Látið sætar kartöflur, lauk, epli, sveskjur og hvítlauk í ofnfast mót. Hellið ólífuolíu yfir allt, saltið og piprið og blandið öllu vel saman.
  2. Blandið öllum hráefnum fyrir kryddblönduna saman í skál og leggið kjúklinginn þar í. Látið marinerast í kæli í smá stund.
  3. Leggið kjúklinginn hjá grænmetinu og hellið kjúklingasoðinu yfir.
  4. Eldið í 160°C heitum ofni í um 40-50 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og grænmetið farið að mýkjast. Ausið kjúklingasoðinu yfir kjúklinginn af og til á eldunartímanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert