Salatið sem Berglind Guðmunds elskar

Ljósmynd/Berglind Guðmunds

Berglind Guðmunds á GRGS.is á heiðurinn að þessu salati en það er að hennar sögn „dásamlega ferskt og gott salat sem hentar vel sem meðlæti með mat eða sem stök máltíð.“

Kínóasalat með með jarðaberjum, rucola og magnaðri myntusósu

  • 250 g jarðaber, skorin í fernt
  • 1 agúrka, skorin í litla bita
  • 1 bolli eldað kínóa
  • 100 g pistasíuhnetur eða hnetur að eigin vali
  • 1/4 búnt fersk mynta, söxuð
  • 100 g fetaostakubbur, mulinn
  • 1 poki klettasalat

Salatdressing:

  • 80 ml ólífuolía
  • 3 msk. hvítvínsedik
  • 2 msk. hunang
  • 1 lítill skarlottlaukur
  • safi úr 1/2 appelsínu
  • 1/2 búnt fersk mynta
  • 1/2 tsk. salt

Aðferð:

  1. Látið öll hráefnin í skál.
  2. Látið öll hráefnin fyrir sósuna í blandara og blandið vel saman.
  3. Hellið sósunni yfir salatið (magn að eigin smekk) og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert