Súper dúper fljótlegur BBQ kjúklingur

Ljósmynd/Hanna

Matarbloggarinn og keramiksnillingurinn Hanna er hér með einfaldan en ótrúlega góðan rétt sem klikkar ekki enda er það nánast ekki hægt. Kjúklingarétturinn er vinsæll meðal allra aldurshópa – þá ekki síst þeirra yngstu enda BBQ sósan sæt og góð.

„Nú erum við komin að rétti fyrir þá sem eru hrifnir af BBQ. Hann er vinsæll á heimilinu og þegar ég er að heiman er oft skellt í einn svona. Ég kýs nú frekar kjúkling án BBQ en það kemur ekki að sök þar sem yfirleitt er ekki tutla afgangs. Þessi réttur er eldaður í Hönnupotti en það er líka hægt að nota pott með loki sem þolir að fara í ofn,“ segir Hanna. 

Súper dúper fljótlegur BBQ kjúklingur í leirpotti

  • 1 pakki úrbeinaðir kjúklingaleggir
  • Kjúklingakrydd
  • BBQ sósa tilbúin í flösku eða heimatilbúin BBQ

Aðferð:Ofninn hitaður í 180°C.

  1. Kjúkingaleggir kryddaðir vel með kjúklingakryddi og lagðir í pottinn.
  2. Lokið sett á og látið vera í ofnunum í 30 mínútur.
  3. Potturinn tekinn út og BBQ sósu hellt yfir kjúklinginn – lokið á og aftur inn í ofn í 15 mínútur.

Meðlæti: Borið fram með hrísgrjónum og salati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert