Einn vinsælasti veitingastaður heims býður nýja þjónustu

Veitingastaðurinn Eleven Mardison Park í New York er alla jafna talinn einn besti veitingastaður í heimi. Hann vakti mikla athygli í fyrra þegar hann hætti að selja dýraafurðir. Margir töldu þetta varhugaverða ákvörðun en hún hefur slegið í gegn og staðurinn er jafn bókaður og fyrr.

Nú hefur staðurinn tilkynnt að hægt sé að kaupa sérlega matarpakka frá staðnum til að elda heima. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er pakkinn sérlega glæsilegur og verður vætnalega slegist um hann. Ljóst er að aðdáendur staðarins og þeir sem hafa alla jafna ekki fjárráð til að borða á staðnum munu taka þessari nýju þjónustu sem himnasendingu.mbl.is