Alls ekki búa um rúmið þegar þú ferð framúr

Mikill raki getur verið í rúmfötunum eftir nóttina.
Mikill raki getur verið í rúmfötunum eftir nóttina. Ljósmynd/Pexels/Ketut Subiyanto

Margir halda að eina vitið sé að búa um rúmið um leið og þeir fara framúr. Staðreyndin er hins vegar sú að það ættu þeir alls ekki að gera.

Ástæðan er einföld. Á næturnar svitnar meðal manneskjan umtalsvert. Það er því raki í dýnunni og lakinu sem þornar hraðast ef sængin er hreinlega tekin af rúminu og sett til hliðar meðan morgunverðurinn er borðaður.

Síðan er mikilvægt að lyfta koddum og hrista þá til þannig að loft kominst inn í koddana á ný.

Síðan skaltu snúa sænginni við og loks – um tuttugu mínútum að lágmarki síðar – skaltu búa um.

mbl.is