Ætla að endurtaka leikinn frá því í fyrra

Ljósmynd/Aðsend

Í fyrra var haldinn afar skemmtilegur viðburður þegar að Fiskmarkaðuirnn fagnaði mæðradeginum í samstarfi við Madison Ilmhús.

Uppselt var á viðburðinn og komust færri að en vildu. Nú hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í samstarfi við Fishershund og má búast við veislu fyrir skynfærin.

„Á síðasta mæðradags viðburð seldist strax upp. Þá voru miklar takmarkanir í gangi og gátum því miður ekki tekið eins marga og við hefðum viljað. Núna í ár getum við tekið á móti fleiri gestum og gert upplifunina ennþá skemmtilegri,“ segir Hrefna Sætran um viðburðin og ítrekar að það geti allir haldið upp á mæðradaginn, hvort sem það eru sonur og móðir, amma og barnabarn, mæðgur, systur eða vinkonur sem eiga það sameiginlegt að vera mæður. Það eru allir velkomnir á þennan einstaka viðburð.

Viðburðurinn verður haldinn á sjálfan mæðradaginn þann 8. maí næsktomandi og hægt er að bóka borð HÉR.

Fischersund býður ykkur velkomin í ilmupplifun í verslun sinni í Fischersundi 3 þar sem við byrjum á heimagerðum snapsi með lækningajurtum og förum svo á vit ilm ævintýra. Við skyggnumst inn í ilmgerð og bjóðum upp á leiðsögn um sýningu okkar Hliðarheimur Plantna sem opnar á Hönnunarmars. Gestir verða leystir út með ilmandi gjafapoka.

Síðan verður farið á Fiskmarkaðinn þar sem gestir fá sérstakan Malfy blood orange fordrykk.

Næst er sesti niður og byrjar kvöldið á Exotic Tasting Menu. Smakkseðill sem Hrefna Sætran og Fiskmarkaðsliðið hafa sett saman. Réttirnir koma á borðið til þess að deila á meðan máltíðinni stendur.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is