Frönsk lauksúpa að hætti Ólínu

Ólínu er margt til lista lagt í eldhúsinu og býður …
Ólínu er margt til lista lagt í eldhúsinu og býður okkur upp á yndisaukandi lauksúpu. Mbl.is/Sunday and White Studio

Hönnuðurinn Ólína Rögnudóttir er margt til lista lagt í eldhúsinu og býður okkur upp á yndisaukandi lauksúpu með skessujurt. Ólína vaknar yfirleitt fyrst allra á heimilinu um helgar og  er það hennar slökun að útbúa dögurð eða brunch fyrir fjölskylduna um helgar.

„Mér finnst gaman að geta hent saman allskonar í fjölskyldudögurðin - þetta er mín slökun og útrás fyrir allskonar tilraunir í samsetningum bragða og litríks grænmetis. Ég ólst upp í sveit og á mörg systkini og oft var eldað fyrir 10 til 15 manns og ég er bara enn þar, elda og útbý mat fyrir 15 manns. Ég er iðulega spurð af manni mínum og börnum hvar hinir matargestirnir séu“, segir Ólína.

„Ég tíni allt til,  býð yfirleitt upp á nýbakað brauð, gott salat með döðlum, rauðrófum, fræjum og berjum,  pönnukökur með súkkulaðismjöri og allskyns osta og mauk. Ég legg mikið upp úr að borðið sé skemmtilegt og fallegt. Ég nota mikið stjakana úr Living Objects vörulínunni frá FÓLK Reykjavík, þar sem þeir eru bæði fyrir kerti og blóm þá fylgja þeir öllum árstíðum, kertin eru meira notuð á veturna og bjóða upp á hlýja kósý stemmningu og núna þegar fer að birta þá er svo gaman að geta sett falleg og litrík blóm og auka á vor og sumargleðina“, segir Ólína að lokum.

Frönsk lauksúpa með skessujurt að hætti Ólínu

  • 3 kg laukur
  • 2 lítrar Kjúklingasoð
  • 1 handfylli Blóðberg
  • 2 handfylli Skessujurt söxuð
  • 1 Lárviðarlauf
  • Salt og pipar
  • Gott súrdeigsbrauð
  • Gryére ostur

Aðferð:

  1. Laukur brúnaður í klukkutíma í góðum potti.
  2. Kryddjurtir settar út í, soð sett yfir og látið malla í 15 mínutur.
  3. Rista brauð í ofni með fullt af Gryére osti, setja í skál og ausa súpu yfir.
Fallegur stjaki hannaður af Ólínu Rögnudóttur fyrir Fólk Reykjavík.
Fallegur stjaki hannaður af Ólínu Rögnudóttur fyrir Fólk Reykjavík. Mbl.is/Sunday and White Studio
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert