Fimm stjörnu grillkjúlli með geggjaðri sósu

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Þessi marinering er á eitthvað öðru leveli góð!“ segir Berglind Guðmunds á GRGS.is um þessa snilldar uppskrift. Það þýðir að þessi uppskrift veður prófuð á ansi mörgum heimilum á næstunni enda ekki hægt að láta svona uppskrift framhjá sér fara. 

Fimm stjörnu grillkjúlli með kaldri cajunsósu

 • 4 kjúklingabringur eða 10 kjúklingalæri
 • 120 ml soyasósa
 • 120 ml worcestershire sósa
 • 8 msk. dijon sinnep
 • 50 g púðursykur
 • 3 msk. ólífuolía
 • 1 tsk. svartur pipar
 • 1/2 tsk. hvítlauksduft
 • 1/2 tsk. salt

Cajun sósa:

 • 1 dós sýrður rjómi
 • 1 1/2 msk. eplaedik
 • 1 msk. dijon sinnep
 • 1 tsk. cajun krydd (ég hef notað mexikaninn krydd frá kryddhúsinu)
 • 1/2 tsk. svartur pipar

Leiðbeiningar

 1. Blandið öllum hráefnum í marineringuna saman í skál og leggið kjúklinginn þar í. Látið marinerast í að minnsta kosti klukkutíma helst yfir nótt.
 2. Blandið öllum hráefnum fyrir sósuna saman í skál og geymið í kæli.
 3. Grillið kjúklinginn þar til hann er eldaður í gegn.
 4. Berið fram með sósunni og grilluðu grænmeti.
mbl.is