Auðveldasta leiðin til að þrífa ofnskúffurnar

Það er auðveldara en við höldum að þrífa ofngrindurnar.
Það er auðveldara en við höldum að þrífa ofngrindurnar. mbl.is/

Það eru eflaust margir sem rétta upp hönd og vilja heyra meira um auðveld og skotheld húsráð. Þetta er eitt af þeim.

Það verður að segjast að það getur tekið verulega á taugarnar að þrífa ofngrindina og skúffurnar – að hamast með svampinum og reyna pússa niður margbrenndar matarleyfarnar. En með þessu húsráði hér, eru þér allir vegir færir! Þú einfaldlega tekur grindina og skúffurnar og leggur þær í baðkarið. Leggðu 2-3 uppþvottavélatöflur ofan í og fylltu upp fyrir skúffurnar með heitu vatni. Láttu standa í þrjá tíma á meðan töflurnar virka og skolaðu vel á eftir. Allar matarleyfar eru bak og burt og þú þarft varla að lyfta fingri.

mbl.is