Þrjú atriði sem bæta forstofuna

Gott skipulag í forstofunni getur skipt máli.
Gott skipulag í forstofunni getur skipt máli. Mbl.is/String Furniture

Forstofan er fyrsta rýmið sem við komum inn í og jafnframt það rými sem þarf að rúma marga hluti á litlu plássi. Hér eru þrjú atriði sem geta létt á forstofunni með góðu skipulagi.

  • Bekkir í forstofu geta komið að góðum notum, þá ekki bara til að tylla sér á, heldur líka ef þeir eru með geymsluplássi undir sem rúma allskyns útiföt sem þurfa að vera aðgengileg.
  • Mesta „traffíkin“ á heimilinu er inn og út um anddyrið. Hér er því gott að velja vandaða hluti – eins og t.d. gæðalega mottu sem tekur allan skít og óhreinindi og auðvelt er að þvo.
  • Sjáðu til þess að skipulagið sé upp á tíu (eða svo gott sem). Með því að finna hversdagslegum hlutum fastan stað í anddyrinu, eins og lyklum og öðru smádóti. Það gæti verið tafla upp á vegg með hengi eða lítil vegghilla sem rúmar hlutina.
mbl.is