Kaffidrykkurinn sem allir elska

Kaffidrykkkur með frosnum bönunum.
Kaffidrykkkur með frosnum bönunum. Mbl.is/Getty

Nú hættum við að henda þroskuðum bönunum í ruslið og hendum þeim inn í frysti í staðinn. Því þeir eru geggjaðir út kaffið þitt. Fyrst skaltu skera þá í grófa bita og frysta – og þá áttu alltaf til bita að grípa í þegar löngunin hellist yfir þig í kaldan kaffidrykk.

Æðislegur kaffidrykkur með frosnum bönunum

  • 1-2 espressó skot, kæld niður
  • 2 –2½ dl frosnar bananaskífur
  • 3 dl mjólk
  • 2 msk. óskykrað kakóduft

Aðferð:

  1. Setjið allt í blandara og þeytið þar til áferðin er fljótandi en rjómalöguð.
  2. Eins má bæta við smávegis af haframjöli og auka mjólk – þá ertu komin með fullkominn smoothie morgunmat.
mbl.is