Góð grillráð fyrir sumarið

Við elskum góðan grillmat, og sumarið er svo sannarlega tíminn …
Við elskum góðan grillmat, og sumarið er svo sannarlega tíminn til að grilla. mbl.is/

Við getum alltaf bætt á okkur nokkrum góðum tipsum fyrir grillsumarið mikla. Og hér eru nokkur atriði sem má fara eftir. 

Taktu þér tíma
Það tekur tíma að grilla, allt frá undirbúningi þar til allt er tilbúið. Byrjið alltaf á því að þrífa grillið, það vill enginn grillmat með gömlum matarklessum á teinunum. Sjáðu líka til þess að hitinn sé jafn á grillinu áður en þú smellir steikunum á.

Nýttu grænmetið
Grænmeti er ekki bara ljúffengt eitt og sér á grillinu, heldur má einnig nota það til að auðvelda grillmenskuna. Vefjið til dæmis kjöti og fiski inn í sneiðar af eggaldin, papriku eða salat – því þannig festist kjötið síður við grillið þegar það á að snúa því og fær á sama tíma ferskt bragð af grænmetinu.

Notaðu reykinn
Það má nota reykinn sem kemur frá grillinu sem einskonar bragðefni í grillréttina þína. Það sem liggur beint á ristinni tekur bragðið af reyknum og kolunum (ef um kolagrill er að ræða) gefa matnum enn meira bragð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert