Kjúklingarétturinn sem kemur svakalega á óvart

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með kjúklingarétt sem sem kemur hrikalega á óvart því hann er svo bragðmikill og góður. Nánast eins og maður sé að prófa eitthvað splunkunýtt á veitingastað. Hann fær klárlega fimm stjörnur enda kemur hann úr smiðju Berglindar Heiðars á Gotteri.is.

„Það er hrikalega gott að hafa saxaðar Wasabi hnetur og chilimajó yfir svona dásemd. Ég elska bakaðar sætar kartöflur og síðan var þessi karamellíseraði laukur alveg til að toppa þetta!“ segir Berglind um réttinn sem við skorum á ykkur að prófa.

Sætsterkur kjúklingaréttur

Fyrir um 4 manns

Bakaðar sætar kartöflur

 • Um 900 g sætar kartöflur
 • Salt, pipar, hvítlauksduft
 • 3 msk. ólífuolía

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 190°C.
 2. Flysjið kartöflurnar og skerið niður í teninga.
 3. Veltið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
 4. Bakið í um 20 mínútur eða þar til kartöflurnar mýkjast. 

Kjúklingur

 • 4 stk. kjúklingabringur
 • 100 g sweet chili sósa
 • Salt, pipar, hvítlauksduft
 • Ólífuolía til steikingar

Aðferð:

 1. Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr ólífuolíu.
 2. Kryddið eftir smekk og hellið sweet chili sósunni yfir í lokin, lækkið hitann alveg niður og haldið heitu á meðan annað er undirbúið.

Karamellíseraður laukur

 • 3 x laukur
 • 50 g púðursykur
 • 20 g smjör
 • 1 msk. ólífuolía
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið laukinn í þunnar sneiðar
 2. Steikið upp úr smjöri og ólífuolíu þar til laukurinn fer að mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
 3. Bætið þá sykrinum á pönnuna og leyfið að malla við vægan hita þar til annað er tilbúið.

Chillisósa

 • 200 g Hellmann‘s Light majónes
 • 150 g sýrður rjómi
 • 100 g Sweet chili sósa
 • 2 msk. hunang

Aðferð:

 1. Pískið allt saman þar til kekkjalaust og geymið í kæli fram að notkun.

Wasabi toppur

 1. Raðið saman kartöflum, kjúklingi og lauki. Setjið vel af Chillisósu yfir allt og toppið með söxuðum Wasabi hnetum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is