Svona halda Hollywood-stjörnurnar sér í formi meðan þær elda

Courtney Cox.
Courtney Cox.

Þið sem hélduð að það væri nóg að mæta í ræktina af og til höfðuð heldur betur rangt fyrir ykkur því þeir sem taka heilsuræktina alvarlega stunda hana alltaf – líka þegar þeir elda.

Ok – eða ekki. En grínið hér er í boðin Courtney Cox og Suzanne Sumers sem birtu myndband af sér á Instagram á dögunum þar sem þær grilla hamborgara og kreista lærameistarann (e. ThighMaster) á meðan.

Summers, sem er 75, átti stóran þátt í velgengni æfingartækisins eftir að hafa leikið í auglýsingum fyrirtækisins sem framleiddi þá.

Þetta er því eitt besta grín sem við höfum séð lengi og erum að elska þennan húmor.

mbl.is