Hækkar ekki verðið þrátt fyrir miklar hækkanir

Nú þegar flóðgátt verðhækkana blasir við neytendum er dýrmætt þegar framleiðendur reyna að koma til móts við neytendur með öllum ráðum. Það hefur Karen Jónsdóttir hjá Kaja Organics gert en á dögunum breytti hún sinni vinsælustu vöru, frækexinu góða, úr 100 grömm í 150 grömm. Það vakti athygli að kílóverðið hélst óbreytt þrátt fyrir tilkynningar úr öllum áttum um verðhækkanir.

„Að sögn Karenar hafa hennar aðföng hækkað eins og önnur. Sólblómaolían, umbúðirnar og allur fluttningskostnaður hafa hækkað mikið en við lögðumst yfir þetta og gripum til mótvægisaðgerða til að stemma stigu við þessari þróun, segir Karen. „Við tókum þá ákvörðuna ð nýta umbúðirnar betur, breyta uppskriftinni lítillega og frækexið er nú LKL en ekki ketó. Með þessari breytingu náum við að halda sama kílóverði," bætir Karen við og nokkuð ljóst að neytendur munu fagna þessari viðleitni Kaju Organic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert