Með heilan ísskáp undir grænmeti

Ljósmynd/@ivansocial/Poosh.com

Það er einhver tíska þessa dagana að kíkja í kælinn hjá Kardashian/Jenner mæðgunum en við erum búin að kíkja bæði á Khloe og Kim.

Nú er komið að Kris Jenner og eins og búast mátti við er kælirinn ekkert slor hjá henni. Alls er hún með þrjá skápa hlið við hlið. Vinstra meginn er frystir sem er ekki fullur af nautahakki og slátri heldur ís. Miðjuskápurinn er svo með glerhurð og inniheldur bara grænt grænmeti og svo er nokkuð eðlilegur kælir þar við hliðina.

Allir eru skáparnir ógnarstórir og svartir, en framleiðandinn er True.

Hvort að kælirinn er alltaf svona fínn hjá Kris skal ósagt látið en sjálfsagt væru flestir til í þessa kæliskápa – og plássið sem þarf undir þá.

Kris Jenner og kæliskápurinn góði.
Kris Jenner og kæliskápurinn góði.
Ljósmynd/@ivansocial/Poosh.com
Ljósmynd/@ivansocial/Poosh.com
Ljósmynd/@ivansocial/Poosh.com
Ljósmynd/@ivansocial/Poosh.com
Ljósmynd/@ivansocial/Poosh.com
Ljósmynd/@ivansocial/Poosh.com
Ljósmynd/@ivansocial/Poosh.com
mbl.is