Höfð að háð og spotti fyrir að kunna ekki að skera

Kendall Jenner mundar hér hnífinn á mjög undarlegan (og hættulegan) …
Kendall Jenner mundar hér hnífinn á mjög undarlegan (og hættulegan) hátt. Ljósmynd/skjáskot

Hér höfum við lúxuskrísu á heimsmælikvarða svo ekki sé fastar að orði kveðið. Í nýjasta þætti Kardashian fjölskyldunnar mætir næst yngsta dóttirin, ofurfyrirsætan Kendall Jenner í heimsókn til móður sinnar, Kris Jenner.

Kris býðst til að láta kokkinn sinn útbúa eitthvað handa henni sem hún afþakkar en segist ætla að útbúa eitthvað snarl sjálf. Þvínæst sést hún inn í eldhúsi að skera agúrkur.

Án þess að þurfa að fjölyrða neitt frekar um það þá kann ungfrú Kendall ekki að skera enda sjálfsagt lítið þurft á þeirri kunnáttu að halda.

Netheimar hafa logað eftir að þátturinn var sýndur og ummælin eru bráðfyndin og sjálf gerir Kendall stólpagrín að þessu öllu saman.

Að hún hafi komist stórslysalaust í gegnum lífið er af mörgum talið kraftaverk eða þá það sem líklegar er að hún hafi hreinlega aldrei þurft að elda neitt sjálf.

Kendall Jenner
Kendall Jenner AFP
mbl.is