Vinsælasta panna heims í samstarf við Selenu Gomez

Selena Gomez
Selena Gomez Ljósmynd/Our Place

Vinsælasta panna heims – The Always Pan – er nú fáanleg í splunkunýjum litum sem ákveðnir voru í samstarfi við Selenu Gomez.

Gomez er nokkuð liðtæk í eldhúsinu og var með bráðskemmtilega sjónvarpsþætti meðan á heimsfaraldrinum stóð sem hétu Selena + Chef. Þar eldaði hún með matreiðslumanni og lærði heilmikið í leiðinni.

Að sögn Gomez snýst þetta allt um samveruna; að elda saman og borða saman. Það sé það mikilvægasta og tengi saman fjölskyldur og vini.

Nýju litirnir eru dökkblár og rauðbleikur og eru frekar flottir. Við bíðum svo spennt eftir því að einhver fari að flytja þessa geggjuðu pönnu til landsins.

Shiza Shahid, stofnandi Our Place sem framleiðir pönnuna ásamt Selenu …
Shiza Shahid, stofnandi Our Place sem framleiðir pönnuna ásamt Selenu Gomez. Ljósmynd/Our Place
mbl.is