Kikkoman á besta sushi stað heims

Ef vel er að gáð má sjá Kikkoman flöskur á …
Ef vel er að gáð má sjá Kikkoman flöskur á borðunum.

Veitingastaðurinn Matsuhiso í Los Angeles er alla jafna talinn besti sushi staður í heimi. Maðurinn á bak við staðinn er Nobu Matshuhiso en staðurinn var sá fyrsti sem hann opnaði, áður en hann opnaði Nobu staðina um heim allan.

Matshuhiso er einnig að finna í öðrum borgum en staðurinn í Los Angeles er hinn eini sanni í hugum margara; staðurinn þar sem Nobu Matshuhiso varð til.

Staðurinn lætir lítið yfir sér og það eru engir stælar í hönnuninni sem virðist nánast óbreytt frá opnun. Maturinn er stórbrotinn og hefur honum oft verið líst sem upplifun fyrir öll skilningarvitin. Þjónarnir eru einstaklega færir og á öllum aldri. Virtist undirritaðri að sá elsti væri kominn vel yfir ellilífeyrismörk og virtist hvergi af baki dottinn.

Eitt vakti sérstaka athylgli en það er soya sósan sem var notuð. Fastlega hefði mátt reikna með einhverri fokdýrri og fágætri sósu en svo var alls ekki. Boðið var upp á Kikkoman soyasósu sem fæst út í næstu verslun á Íslandi. Reyndar var það saltminni soyasósan (þessi með græna lokinu) en þetta vakti athygli og er greinilegur gæðastimpill fyrir sósuna sem er ein sú vinsælasta hér á landi.

mbl.is