Kotasælu og spínat gnocchi

Ljósmynd/Gott í matinn

Gnocchi eru litlar kartöflubollur sem eru stappaðar saman við hveiti og mótaðar í litlar kúlur eða skeljar. Til eru ýmsar útgáfur af gnocchi og í þessari uppskrift eru engar kartöflur heldur er uppistaðan spínat og kotasæla.

Kotasælu og spínat gnocchi

 • 300 g kotasæla
 • 450 g frosið spínat
 • 1 1⁄4 dl parmesanostur, fínrifinn
 • 3 1⁄2 dl hveiti (u.þ.b.)
 • 2 stk egg

Mozzarellasalat

 • 2 stk mozzarellakúlur, rifnar eða skornar í bita
 • 250 g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
 • 1 1⁄2 dl basilíka, gróft söxuð
 • sjávarsalt og svartur pipar, eftir smekk
 • parmesanostur, eftir smekk

Aðferð:

 1. Maukið kotasæluna með töfrasprota.
 2. Kreistið eins vel og hægt er allan vökva af spínatinu. Saxið.
 3. Hrærið öllu saman. Bætið varlega við meira hveiti ef þurfa þykir.
 4. Setjið deigið á hveitistráða borðplötu og skiptið því í tvennt.
 5. Rúllið hvorn helming út með höndunum í 50 cm langa pylsu. Skiptið hvorri pylsu í 3 cm litla bita.
 6. Leggið bitana á hveitistráðan bökunarpappír.
 7. Setjið vel af vatni í stóran pott.
 8. Setjið salt út í þegar suðan kemur upp og sjóðið gnocchibitana í u.þ.b. 5 mínútur. Hellið í sigti.
 9. Raðið gnocchi, mozzarellabitum og kirsuberjatómötum á stórt fat eða fjóra staka matardiska.
 10. Sáldrið basilíku yfir, salti og pipar. Hellið ólíuolíu þar ofan á og loks rifnum parmesanosti.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir

mbl.is