Kardashian lúxusinn nær nýjum hæðum

Ljósmynd/Poosh.com/@ivansocial

Lúxusinn ríður ekki við einteyming á heimili Kris Jenner en þær mæðgur hafa verið duglegar að deila með aðdáendum sínum hvernig hýbíli þeirra líta út – þá ekki síst eldhús og búrskápar.

Nú kveður hins vegar við nýjan tón og tókst ættmóðurinni Kris að búa til splunkunýjan lúxus sem við höfðum hreinlega ekki hugmyndarflug til að láta okkur detta í hug.

Við erum að tala um sérstakt stell herbergi eða herbergi sem geymir einungis matarstell.

Mikilvægt er að eiga þá nokkur stell og raða þeim fallega upp þrátt fyrir að praktískar manneskjur með takmarkaðan aðgang að húshjálpum veigri sér við að hafa stellin í opnum hillum.

Það kemur á óvart hvað stellin eru öll keimlík og ljóst að Jenner heldur sig við ákveðna línu – og sum stellin eru ótrúlega fögur. Glöggir taka svo eftir því að eitt stellið er með myndum af fjölskyldumeðlimum sem okkur finnst afar snjallt og allar fjölskyldur ættu að eiga.

En við erum pínu að elska þetta...

Ljósmynd/Poosh.com/@ivansocial
Ljósmynd/Poosh.com/@ivansocial
Ljósmynd/Poosh.com/@ivansocial
Ljósmynd/Poosh.com/@ivansocial
Ljósmynd/Poosh.com/@ivansocial
Ljósmynd/Poosh.com/@ivansocial
Ljósmynd/Poosh.com/@ivansocial
Ljósmynd/Poosh.com/@ivansocial
mbl.is