Skorar á Nóa Síríus að breyta umbúðunum tafarlaust

Bíó kropp er ný vara hjá Nóa Siríus.
Bíó kropp er ný vara hjá Nóa Siríus.

Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Íslands, skorar á Nóa Síríus að breyta umbúðum á nýrri vöru fyrirtækisins, Bíó Kropp, hið fyrsta. 

Á umbúðum vörunnar segir að hún sé með „butter og salt“ bragði.

Ég þykist vita að stjórnendum fyrirtækisins sé kunnugt um að butter heitir smjör á íslensku. Ef þeim finnst eitthvað óheppilegt eða ólystugt að tala um smjörbragð ætti kannski frekar að huga að því að breyta vörunni en láta íslenskuna víkja,“ segir Eiríkur í Face­book-hópn­um Mál­spjall. 

Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Íslands.
Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Eiríkur segir það vera honum hulin ráðgáta hvers vegna notuð sé enska en ekki íslenska.

Allt bendir því til þess að enska sé þarna notuð vegna þess að stjórnendum fyrirtækisins þyki það smart og söluvænlegt og líklegt til að höfða betur til neytenda.

Þá segir hann það ekki vera Nóa Síríus til sóma að nota ensku í heiti á framleiðsluvörum sínum „fullkomlega að ástæðulausu.“

Það gefur til kynna að íslenska þyki ekki nothæf þegar þarf að vekja athygli, t.d. setja nýja vöru á markað. Þetta grefur meira undan íslenskunni en við áttum okkur á í fljótu bragði vegna þess að það hefur áhrif á viðhorf almennings til málsins.“

mbl.is