Cocoa Puffs snýr aftur

Fyrsta sendingin hefur nú þegar borist til Íslands og því …
Fyrsta sendingin hefur nú þegar borist til Íslands og því geta neytendur búist við því að sjá Cocoa puffs í hillum matvöruverslana á næstu dögum. Jim Smart

Cocoa Puffs snýr aftur í íslenskar verslanir eftir eins árs fjarveru á Evrópumarkaði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nathan og Olsen, umboðsaðila General Mills á Íslandi.

Fyrsta sendingin hefur nú þegar borist til Íslands og því geta neytendur búist við að sjá Cocoa puffs í hillum matvöruverslana á næstu dögum. 

Hollari útgáfa

Uppskriftin hefur verið aðlöguð þannig að hún samræmist Evrópulöggjöf sem gildir á evrópska efnahagssvæðinu.

Nú inniheldur morgunkornið því minni sykur og fitu og meira prótín, að því er fram kemur í tilkynningunni. 

„Við teljum að framleiðanda hafi tekist mjög vel til og við erum mjög ánægð með að geta boðið landsmönnum aftur upp á hið frábæra vörumerki Cocoa Puffs líkt og við höfum gert undanfarna áratugi,“ segir Ari Fenger, eigandi Nathan & Olsen.

mbl.is