Eitt undarlegasta samstarf síðasta ára

Við erum til í margt en þetta getur ekki bragðast vel – eða hvað? Þetta er sum sé ekki falsfrétt heldur staðfestar heimildir en alls verða 1000 kassar seldir af kexinu.

Um er að ræða samstarf milli Ritz og Oreo sem sameinast í einni kremfylltri kexköku sem er þá í senn sölt og sæt. Á milli verður svo hnetusmjörskrem.

Salan á kexinu hefst í dag og eins og áður segir verða eingöngu 1000 kassar í boði.

mbl.is