Flottustu blómapottarnir í bransanum

Nýjir blómapottar frá Rosendahl - framleiddir úr endurunnu plasti.
Nýjir blómapottar frá Rosendahl - framleiddir úr endurunnu plasti. Mbl.is/Rosendahl

Húsbúnaðarframleiðandinn Rosendahl hefur löngum stimplað sig inn á markað með falleg matarstell og annað til heimilisins. Og nú með þessa splúnkunýju blómapotta, fullkomnir fyrir sumarblómin.  

Nýjir blómapottar hafa vakið athygli, er þeir eru hannaðir með auðlindir náttúrunnar í huga – velferð og umhverfið í heild sinni. Pottarnir eru framleiddir í Danmörku og búnir til úr plastúrgangi frá hinum almenna borgara í Danmörku. Blómapottarnir finnast í ýmsum stærðum og henta bæði innan- sem og utandyra, þeir eru léttir, endingargóðir, frostheldir og 100% vatnsheldir. Pottarnir koma í sandlit og flöskugrænum, eða litum sem þykja afar móðins þessi dægrin. Pottana má skoða nánar HÉR.

Mbl.is/Rosendahl
Mbl.is/Rosendahl
mbl.is