Flottustu kælitöskurnar fyrir sumarið

Geggjaðar kælitöskur fyrir sumarið.
Geggjaðar kælitöskur fyrir sumarið. Mbl.is/Ramba Store

Það færist alltaf í vöxt að fólk geri sér glaðan dag og skreppi í göngutúr eða skundi hreinlega af stað í stuttan bíltúr með nesti. Og þá eru þetta töskurnar sem eru ómissandi fyrir sumarið!

Þessar kælitöskur eru með þeim smartari á markaði í dag – og í raun eru þær svo fínar að þú nánast gengur með þær eins og veski. Þær eru það háar að auðvelt er að smella ískaldri kampavínsflösku þar ofan í og taka meðferðis. Töskurnar fást í gráu, beige og svörtu og finnast þar að auki í ýmsum stærðum - svo auðvelt er að pakka niður öðru en bara köldum fljótandi veigum. Töskurnar fást hjá Ramba Store sem selur ýmislegt annað þarflegt fyrir pikknikkið og má skoða nánar HÉR.

Mbl.is/Ramba Store
Mbl.is/Ramba Store
mbl.is