Gestir á Noma í New York fengu allir endurgreitt

Ljósmynd/Facebook

Við greindum frá því á dögunum að eitt skemmtileaga pop-up sögunnar væri í vændum í New York þar sem veitingahúsið Noma yrði með fimm daga viðburð.

Viðburðurinn var eingöngu í boði fyrir American Express korthafa og einungis 50 pláss voru í boði á kvöldi. Kvöldverðurinn kostaði 700 dollara sem gera tæpar 100 þúsund krónur og innihélt brot af því besta sem Noma hefur boðið upp á í gegnum tíðina.

Sjálfur Rene Redepzi greindist hins vegar með Covid rétt fyrir viðburðinn og gat því ekki mætt sjálfur eins og lofað hafði verið. American Express ákvað því að endurgreiða öllum kvöldverðinn sem verður að teljast ansi hreint vel gert.

Getir fengu þar að auki með sér veglegan gjafapoka heim sem innihélt meðal annars keramikskál eftir dönsku listakonuna Katrine Binzer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert