Geggjað túnfisksalat sem hittir í mark

Ljósmynd/Helga Magga

Túnfisksalat er svo mikið snilld í millimál, hádegismat eða kvöldmat. Þetta er matarmikið túnfisksalat sem bæði er hægt að borða eintómt, á hrökkbrauð eða brauð. Í þessa uppskrift er ég að prófa nýjan íslenskan twaróg ost sem er einn vinsælasti ostur Póllands og nú framleiddur á Íslandi. Twaróg er svipaður og kotasæla en er örlítið fitu- og próteinríkari og hentar vel í matargerð.

Það er engin önnur en Helga Magga sem á heiðurinn að uppskriftinni.

Túnfisksalat með twaróg osti

 • 230 g kjúklingabaunir, eða ein dós
 • 125 g túnfiskur í vatni, eða ein dós
 • 50 g rauðlaukur
 • 110 g tómatur, eða 2 stk.
 • 100 g íslenskur twaróg ostur
 • 200 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
 • ferskur kóríander (má sleppa)
 • kryddið með salti, pipar, hvítlauk, papriku og chili

Aðferð:

 1. Byrjið á því að hella vatninu af kjúklingabaununum, skola þær og stappa með gaffli.
 2. Hellið vatninu af túnfiskinum og blandið saman við kjúklingabaunirnar.
 3. Skerið niður tómata og lauk í litla bita.
 4. Blandið saman við kjúklingabaunir og túnfisk, twaróg og gíska jógúrt og hrærið vel.
 5. Kryddið með salti, pipar, hvítlauk og papriku.
 6. Ef salatið er of þurrt má bæta út í smá safa af tómötunum eða meiri grískri jógúrt.

Næringargildi

Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.

Næring í 100 g:

Kolvetni: 7,4 g

Prótein: 10 g

Fita: 4,2 g

Trefjar: 1,2 g

Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Túnfisksalat með twaróg osti.

mbl.is