Leynihráefnið sem gerir kraftaverk

Túrmerik er ómissandi í góðan boost.
Túrmerik er ómissandi í góðan boost. mbl.is/Helga Magga

Túrmerik er allra meina bót! Það er bólgueyðandi, gott fyrir húðina og ónæmiskerfið eða það allra besta sem þú setur út í boostinn þinn að sögn Helgu Möggu sem á heiðurinn að þessari uppskrift.

Leynitrixið í góðan boost

  • Klakar 6-8stk
  • 120 g ananas
  • 100 g epli
  • 150 ml möndlumjólk
  • 5 g ferkst túrmerik
  • 30 g próteinduft með vanillubragði (eða öðru mildu bragði)

Aðferð:

  1. Blandaðu öllu saman í blandara með klökum. Það er ekkert verra að nota frosinn ananas.
  2. Það er óþarfi að taka hýðið af turmerikinu því rótin litar mikið út frá sér. Guli liturinn úr túrmerikinu er einmitt guli liturinn í karrý kryddum.
  3. Ég skola rótina áður en ég nota hana í köldu vatni.
  4. Þegar ég kaupi ferskt turmerik í búðinni þá næ ég yfirleitt ekki að klára pakkann áður en hann skemmist, það er því gott ráð að skera turmerikrótina niður í um 5 g bita og frysta. Það er gott að hafa í huga að allt er gott í hófi þegar ferskt túrmerik er annars vegar, túrmerik er sterkt efni og þú getur fengið í magann af því að borða of mikið af því. 5 g í boost er hæfilegt magn í boost að mínu mati til að byrja með.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert