Eldavélarnar sem þykja þær allra flottustu

Ilve eldavélarnar eru fáanlegar hér á landi og fást í …
Ilve eldavélarnar eru fáanlegar hér á landi og fást í versluninni Kokku. Ljósmynd/Ilve

Stórar eldavélar eru alla jafna burðarstykki í eldhúsinu sem er hannað í kringum þær. Mikilvægt er að eldavélin fái sín notið til fullnustu enda eru þetta meira en bara eldavélar – og mætti fremur líkja þeim við húsgagn eða jafnvel listaverk.

Ilve eldavélarnar eiga sér fjölda aðdáenda um heim allan enda njóta þær mikilla vinsælda. Meðal þeirra sem eru með slíkar eldavélar er Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu en hann valdi sér slíka vél þegar hann tók eldhúsið sitt í gegn fyrir nokkru síðan.

Ilve á rætur sínar að rekja til borgarinnar Padúa á Norður Ítalíu. Fyrirtækið var stofnað fyrir yfir 50 árum síðan og fyrsta varan var einmitt stór og mikil eldavél. Þessi hönnun átti eftir að hafa mikil áhrif á heimilistækjahönnun þar sem stórar og miklar eldavélar urðu þungamiðja hönnunarinnar. Vegur fyrirtækisns hefur vaxið jafnt og þétt en gæðin þykja ekki síðri. Í dag má segja að heimilistækjahönnun skiptist í tvo flokka; annars vegar stór og áberandi tæki sem eru einstaklega fallega hönnuð og skilgreinast sem heimilisprýði og hins vegar nútímaleg tæki sem falla vel að umhverfinu og hafa einstaklega fágað og nútímalegt yfirbragð. 

Ljósmynd/Ilve
Ljósmynd/Ilve
Ljósmynd/Ilve
Ljósmynd/Ilve
Ljósmynd/Ilve
Ljósmynd/Ilve
Ljósmynd/Ilve
Ljósmynd/Ilve
Ljósmynd/Ilve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert