Staðirnir sem oftast gleymist að þrífa

mbl

Við erum ekki fullkomin, þó að við teljum okkur stundum vera það á mörgum sviðum. Hér er listi yfir þá staði sem gleymist hvað oftast að þrífa á heimilinu.

Litlu hornin
Það eru fleiri bakteríur og ryk sem fela sig á litlum þröngum stöðum í eldhúsinu, en þig nokkurn tíman grunar. Rifan á milli ísskápsins og borðplötunnar, eða á bak við eldavélina eru staðir sem vert er að skoða nánar næst þegar tuskan er dregin á loft.

Íþróttataskan
Hversu oft þrífur þú íþróttatöskuna þína eða barnanna? Hún er mun skítugari en þú getur ímyndað þér og þarf að fá snúning í þvottavélinni. Eða í það minnsta að þurrka innan úr töskunni hið snarasta og viðra svitalyktina bak og burt.

Fjölnota pokar
Mörg okkar hafa tamið sér að nota fjölnota poka í búðarferðir, sem er gott og blessað. En ef pokinn er gerður úr taui, þá bera að þvo hann endrum og sinnum til að halda hreinlætinu í lagi. Rétt eins og með íþróttatöskurnar.

Fjarstýringin
Örugglega ein skítugasta græjan á heimilinu er fjarstýringin. Ímyndið ykkur hversu margir puttar hafa handleikið hana án þess að vera með tandurhreinar hendur.

Greiðslukort
Það sama gildir hér og með fjarstýringuna - því greiðslukortin okkar eru full af bakteríum. Hugsaðu þig um næst er þú stingur kortinu upp í munn, rétt á meðan þú ert að opna veskið eða ganga frá lyklum og þarft bara rétt að setja kortið til "hliðar" og stingur því þá upp í munn - oj bara!

Slökkvarar
Við getum ekki farið í gegnum þennan lista nema minnast á slökkvarana á heimilinu. Þá ber að þrífa í hverri viku, samhliða öðrum heimilisverkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert