Kartöflusalatið sem fullkomnar grillmatinn

Girnilegt og gómsætt kartöflusalat sem setur sumarið á borðið.
Girnilegt og gómsætt kartöflusalat sem setur sumarið á borðið. mbl.is/Pinterest_baregomad.dk

Gott kartöflusalat er svo til ómissandi yfir sumartímann og þessi uppskrift hér mun fullkomna grillmatinn. Þetta salat inniheldur fetaost og ólívur og er fullkomið fyrir grillaðan fisk, kjúkling, lambakjöt og nautakjöt – eða eitt og sér ef því er að skipta.

Kartöflusalatið sem fullkomnar grillmatinn

 • 750 g soðnar, kaldar ferskar kartöflur
 • 1 hvítkál eða ½ romaine salat
 • Agúrka
 • 3 tómatar
 • 1 græn paprika
 • 1 lítill rauðlaukur
 • 100 g fetaostur
 • Salt og pipar

Dressing

 • 4 msk. ólífuolía
 • 2 msk. sítrónusafi
 • 2 tsk. þurrkað oregano
 • Dill og svartar ólífur til skrauts.

Aðferð:

 1. Skerið kartöflurnar í litla bita.
 2. Skerið salötin niður og gúrkuna í teninga. Skerið tómatana í báta, laukinn í þunnar skífur og paprikuna í strimla.
 3. Dreifið kartöflum, káli, gúrku, tómötum og lauk á fat. Stráið muldum fetaosti yfir.
 4. Þeytið dressinguna saman við og dreypið henni yfir. Skreytið með dilli og svörtum ólífum.
mbl.is