Pinnar sem krakkarnir elska yfir sumartímann

Íspinnar sem krakkarnir elska yfir sumartímann.
Íspinnar sem krakkarnir elska yfir sumartímann. Mbl.is/©iStock

Við erum blessunarlega að taka á móti tveggja stafa tölum þessi dægrin. Og á slíkum dögum er gaman að gleðja krakkaskarann – hvort sem um manns eigin séu að ræða eða gestabörnin. Þá er þetta uppskriftin sem þú vilt rissa fram úr hendinni.

Hér um ræðir einfalda útgáfu af klakaíspinnum og eina sem til þarf er djús að eigin vali og ávextir, ber eða ætileg blóm ef út í það er farið. Þú byrjar á því að skera niður kíví, appelsínu, sítrónu, jarðaber, bláber eða annað sem þú kýst að setja í pinnana. Fyllir síðan íspinnaboxið upp með djús að eigin vali og setur í frysti til að eiga þegar sólþyrstir krakkagemlingar leita inn úr hitanum.

mbl.is