Eina sanna leiðin til að þrífa ofninn

Hvað er langt síðan þú þreifst ofninn eða örbylgjuofninn seinast?
Hvað er langt síðan þú þreifst ofninn eða örbylgjuofninn seinast? mbl.is/

Hér bjóðum við ykkur upp á húsráð sem hefur verið lengi ráðið ríkjum og gerir enn – enda hin eina sanna leið til að þrífa ofninn eða örbylgjuofninn.

Það er bæði leiðinlegt og stundum ómögulegt að þrífa bakaraofninn, en það þarf í raun ekki að vera svo slæmt ef þú ert með réttu aðferðina til þess.

Þú þarft:

  • Brúnsápu
  • Hanska
  • Klút
  • Vatn
  • Uppþvottalög
  1. Settu á þig hanska og smyrðu lagi af brúnsápunni á ofnhliðarnar að einnanverðu.
  2. Sértu með óhreinar og brenndar ofnplötur, þá geta þær líka fengið skrúbb með brúnu sápunni.
  3. Setjið ofninn í 100 gráður.
  4. Slökktu um leið og sápan byrjar að freyða og láttu ofninn kólna.
  5. Þegar ofninn er nógu kaldur skaltu þvo sápuna af með vatni.
  6. Leggið klút yfir glerrúðuna með uppþvottalögi og látið liggja á í 30 mínútur.
  7. Þurrkaðu glerið með rökum klút þegar óhreinindin hafa losnað frá.
  8. Tips: Þú þarft ekki að nota mikla sápu í verkið - þunnt lag er nóg. Bara að þú náir að setja yfir öll óhreinindin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert